Við leggjum áherslu á: 

Þægilega upplifun og afslappað umhverfi
Sveigjanlegan opnunartíma
Notkun nútímalegs tæknibúnaðar við greiningu og meðhöndlun
Þjónustu sem er sérsniðin þörfum hvers og eins

Um okkur

Við erum hópur metnaðarfullra heilbrigðisstarfsmanna af ólíkum uppruna. Markmiðið okkar er að veita þjónustu þar sem áhersla er lögð á gæði, aðgengi og þægindi.

Tannlæknastofan er opin alla daga vikunnar. Tannlæknar og starfsmenn stofunnar tala 7 móðurmál. Við leggjum metnað í að sinna þeim öllum sem leita til okkur eftir þjónustu, og að geta átt samskipti við þau á móðurmáli þeirra.

Það hafa orðið gríðarlegar framfarir í heilbrigðisgeiranum síðasta áratug. Þessar framfarir snúa ekki bara að gæðum heilbrigðisþjónustunnar, heldur einnig að þægindum. Við notumst við nútíma tæknibúnað til að aðstoða okkur við greiningu og meðhöndlun á vandamálum í munnholi.

Við vitum að meðhöndlun á vandamálum í munni getur verið óþægileg upplifun. Okkur finnst mikilvægt að draga úr þessum óþægindum, gera meðferðina verkjalausa og lágmarka eftirköst.

Við skiljum að mörgum kvíði fyrir því að koma til tannlæknis. Oft tengist sá kvíði neikvæðum reynslum. Það er okkar hlutverk að hjálpa þér að takast á við vandamálið. Láttu okkur vita af þessu þegar þú bókar tímann.


______________________________


Dimmi,
Tannlæknir

Dimmi, Tannlæknir Dmitry Torkin útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2014 með kandídatsgráðu í tannlækningum. Hann hefur starfað sem tannlæknir á Íslandi og í Svíþjóð.

Dimmi hefur brennandi áhuga á tækninýjungum í heilbrigðisgeiranum og fer oft á námskeið erlendis til að bæta þekkinguna og færni sína.

Hann fæddist í gömlu Sóvétríkjunum og ólst upp á Íslandi. Hann talar reiprennandi íslensku, ensku, sænsku og rússnesku.

Dimmi vinnur mest við tannsmíði, skurðaðgerðir í munni og tannréttingar með Invisalign ásamt því að sinna rekstri og þróun tannlæknastofunnar.

Óska eftir tíma

Birna,
Rekstrarstjóri

Birna Ýr er rekstrarstjóri stofunnar.  Hún sér um starfsmanna- og skipulagsmál stofunnar ásamt því að sjá um móttöku og afgreiðslu.

Birna hefur starfað á tannlæknastofunni frá opnun hennar. Hún hefur mikla reynslu í þjónustustörfum frá unglingsaldri.  

Hún starfaði um áratugaskeið hjá Icelandair og síðar sem þjónustustjóri fyrir Delta Air Lines á Íslandi.

Birna er framúrskarandi kokkur og erum við strákarnir einstaklega heppnir að hafa hana með okkur á stofunni. Ekki láta ykkur bregða ef þið finnið geggjaða lykt af gómsætum mat þegar þið komið inn á stofuna.

Óska eftir tíma

Jan,
Tannlæknir

Jan Lewek lærði tannlækningar í Háskólanum í Kosice í Slóvakíu. Hann byrjaði að vinna á tannlæknastofunni árið 2019 og sinnir öllum almennum tannmeðferðum og er einstaklega flinkur í rótfyllingum.

Jan ákvað að leita ævintýra og hvar gerast þau... jú á Íslandi. Hann var ekki búinn að vera lengi hjá okkur þegar hann hafði upplifað að sjá hvali synda um höfin blá út um eldhúsgluggann, norðurljósin dansa um himinhvolfið, jarðskjálfta hríslast um jörðina og eldgos í bakgarðinum hjá honum.

Jan talar pólsku, ensku, slóvakísku og er að læra íslensku.

Óska eftir tíma

Roberts,
Tannfræðingur

Roberts Timermanis er tannfræðingur með próf frá Háskólanum Stradiņš í Riga, Lettlandi, útskrifaður árið 2017. Hann útskrifaðist einnig frá Riga First Medical College sem klíniskur aðstoðarmaður tannlæknis árið 2015. Tannfræðingar (e. dental hygienists) búa yfir sérþekkingu í tannhreinsun, tannhvíttun og forvörnum.

Starfsstéttin tannfræðinga er lítið þekkt á Íslandi, hins vegar eru tannfræðingar oft fleiri en tannlæknar á mörgum tannlæknastofum í Norðurlöndum, Bandaríkjunum og Evrópu.

Roberts er bestur okkar allra á stofunni í hreinsun tannsteins og lits á yfirborði tanna. Fleiri upplýsingar um tannstein og tannfræðinga má finna hér. Róbert talar ensku, rússnessku, léttnesku og er að læra íslensku.

Óska eftir tíma

Norman,
Tannlæknir

Norman Bajsz útskrifaðist frá Háskólanum í Debrecen, Ungverjalandi, arið 2022.

Hann hefur mikla þekkingu á tölvubúnað og mikinn áhuga á notkun tölvutæknis í tannlækningum.

Norman flutti til Íslands í leit að ævintýrum. Hann hefur mikinn áhuga á útivist, bíómyndum og tölvum.

Norman talar ungversku, ensku, þýsku og er að læra íslensku.

Óska eftir tíma

Gnýr
‍Aðstoðarmaður

Gnýr hefur unnið á tannlæknastofunni frá opnun stofunnar sem aðstoðarmaður tannlæknis.  

Gnýr vann að byggingu stofunnar allan byggingatímann. Þar var hann driffjöður og þess vegna sóttumst við eftir starfskröftum hans.

Gnýr er að undirbúa nám sitt sem tannfræðingur. Hann er staðgengill eiganda og rekstrarstjórans í fjarveru þeirra.

Gnýr hefur mikinn áhuga á líkamsrækt og hnefaleikum.

Óska eftir tíma

Bjarni,
Aðstoðarmaður

Bjarni Darri Sigfússon vinnur sem aðstoðarmaður tannlæknis.

Hann er einnig flínkur múrari og hættir ekki áður en verkefnið sem hann er að vinna að er fullkomið.

Hann hefur einnig mikinn áhuga á líkamsrækt og þjálfun í hnefaleikum. Hann er með svart belti í júdó, fjólublátt í jiu jitsu og hefur mikinn ahuga á teak won do. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í þessum þremur greinum.

Bjarni er einnig innheimtustjóri tannlæknastofunnar.

Staša,
Aðstoðarmaður

Staša Titan vinnur sem aðstoðarmaður tannlæknis.

Hún fæddist og ólst upp í Slóveníu. Hún hefur starfað sem sjúkraliði og hefur lokið einkaþálfaranám.

Staša æfði og spilaði fótbólta í Slóveníu. Hún hefur mikinn áhuga á íþróttum, útivist, kayak og elskar að fara út að hlaupa með husky hundunum hennar.

Staša talar slóvensku, serbnesku, ensku, króatísku, bosnísku, spænsku og er að læra íslensku.

Farah,
Aðstoðarmaður

Farah Al Qasem vinnur sem aðstoðarmaður tannlæknis.

Farah er frá Palestínu og Jórdaníu og kom til Íslands sem flóttamaður. Hún er menntuð sem tannlæknir í Palestínu og hefur 2 ára starfsreynslu.

Hún er að vinna í því að fá starfsleyfi tannlæknis á Íslandi.

Farah hefur mikinn áhuga á eldamennsku og spilar á gítar. Henni finnast nýjungar í tannlækningum spennandi og hún er alltaf að læra eitthvað nýtt.

Farah talar arabísku, ensku og er að læra íslensku.

Gunna,
Ræstitæknir

Guðrún Guðmundsdóttir byrjaði að vinna hjá okkur í ársbyrjun 2022. Hún hefur víðtæka reynslu sem ræstitæknir.

Hún starfaði um áratugaskeið hjá Icelandair áður en hún kom í vinnu til okkar á tannlæknastofunni.