Tannviðgerðir

Tannviðgerðir

Við notum mismunandi aðferðir og efni í tannviðgerðir. Val á viðgerðarefni ræðst af ástand tannarinnar og almennu ástandi munnhols.

Plastblendisviðgerðir

Plastblendi (e. dental composites) henta vel til að laga litlar og meðalstórar tannskemmdir og tannbrot. Plastblendisviðgerðir eru ágætlega slitsterk og hafa frábæra útlitseiginleika. Við notum plastblendi Filtek frá 3M sem hafa reynst frábærlega í gegnum áratugi og koma mjög vel út úr langtímarannsóknum.

Við framkvæmum langflestar plasblendisviðgerðir í staðdeyfingu og í góðri einangrun með gummidúk eða munnglennu. Tannskemmdin eða tannbrotið er hreinsað og tönnin er svo byggð upp með ljóshertu plastblendi.

Plastblendi henta illa sem viðgerðarefni í tennur þar sem stóran hluta tannar vantar eða tannkrónan er orðin veik – sem dæmi má nefna tennur með sprungur, rótfylltar tennur eða mjög illa skemmdar tennur.

Tannbrot geta verið misáberandi - hér hefur brotnað úr framtönn á mjög áberandi stað

Tannbrotið lagað með Filtek Supreme / Optibond plastblendi og pússað í háglans.

Tannkrónur úr heilkeramík

Tannkrónur henta mjög vel til að styrkja tennur þar sem stóran hluta tannar vantar eða tannkrónan er orðin veik – til dæmis í tönnum með sprungur á yfirborði, rótfylltum tönnum og mjög illa skemmdum tönnum.

Heilkeramík efni eru orðin mjög slitsterk og hafa mjög náttúrulegt form og útlit.

Algengustu efni sem við notum í tannkrónur eru zirkon og lithium disilicate (til dæmis E-max). Efnisval ræðst af ástandi tannarinnar og ástandi munnhols. Zirkon er slitsterkara á meðan að E-max er veikara en gefur náttúrulegra útlit og hentar betur í t.d. framtannakrónur.

Hér eru tvær eldri krónur á framtönnum. Notað var dökkt efni í rótfyllingar og krónur voru með dökkum málmkjarna. Þess vegna kemur dökk lína á samskeytum.
Smíðaðar voru nýjar krónur úr Zirkon með ábrenndu postulíni. Það tókst ágætlega að fela dökkan lit.

Rótfyllingar

Stórar skemmdir geta valdið því að bakteríur komast úr munnholi og inn í tannrætur. Það veldur tannrótarbólgu og sýkingu. Þessu fylgja oft miklir verkir, en þó þekkist að tannrótarbólgan sé nánast einkennalaus.

Markmið rótfyllingarmeðferðar er að hreinsa allar bakteríur og dauðan vef út úr tönninni, og að koma fyrir þéttri rótfyllingu sem mun koma í veg fyrir að að tönnin mundi sýkjast aftur.

Upphafsástand. Tvær stórar skemmdir í efri tönnum.
Skemmdir lagaðar.
Rótarskemmdir lagaðar og tennurnar rótfylltar.

Implantakrónur

Stundum er ekki unnt að bjarga illa farna tönn. Í því tilfelli er hún fjarlægð og gervitönn smíðuð á ígrædda gervirót (betur þekkt sem implant eða tannplanti).

Meira um ígræði hér.