Invisalign

Invisalign

Tannréttingar með glærum skinnum er fljótleg og þægileg leið til þess að laga tannskekkjur. Við bjóðum upp á réttingar með Invisalign Go. Kerfið hentar mjög vel til að bæta útlit tanna og laga skekkjur, þrengsli og krossbit framtanna. Skinnurnar eru nær ósýnilegar eins og nafnið gefur til kynna.

Kerfið hefur hins vegar ákveðnar takmarkanir og hentar ekki vel til þess að laga bitskekkjur.

Tannréttingar með glærum skinnum hafa marga kosti. Skinnur eru þægilegri, fara betur með tennur, eru nær því ósýnilegar og hægt er að taka þær úr sér.

Hönnun meðferðar er gerð starfrænt. Hægt er að sjá lokaniðurstöðu áður en lagt er af stað með réttingar.

Invisalign gerir þér kleift að sjá hvernig brosið þitt gæti litið út eftir tannréttinguna. Smelltu á hlekkinn https://www.invisalign.is/SV/1263913, taktu svo eina sjálfu og sjáðu hvernig brosið þitt gæti litið út.

Meðferðartími og verð fara eftir því hversu mikil tannskekkjan er.

Eðlilegt verð á Invisalign Go tannréttingu er á bilinu 600.000,- til 750.000,-

Eftir tannréttingarferlið festum við stoðvíra aftan á framtennur. Það er gert til að koma í veg að tennurnar skekkist aftur.