Implönt

Implönt

Tæknin í dag gefur okkur kleift að búa til tanngervi í staðinn fyrir tennur sem hafa tapast. Títaniumskrúfu er ígrætt í kjálkabein. Hún virkar sem gervirót og ber tanngervið. Þessi gervirót í kjálkabeini kallast á ensku implant.

Hægt er að nota implönt til að bera stakar tennur, tannbrýr eða heila tanngóma.

Við notumst við þrívíddarröntgen og þrívíddarskan til að skipuleggja implantameðferðir.

Við notum implantakerfi frá framleiðandanum Straumann. Þetta er algengasta kerfi á Íslandi og eitt algengasta í heiminum. Straumann implönt hafa verið rannsökuð í áratugi og koma mjög vel út.

Implantameðferðir eru sniðin að hverjum og einum – það er engin ein meðferð sem hentar öllum best. Við leggjum áherslu á ítarlegt viðtal, skoðun og gagnatöku til að hjálpa viðskiptavinum okkar að velja bestu meðferð hverju sinni.