Upplýsingar eftir úrdrátt tannar

Dofi og verkjastilling

 

Þú verður dofin(n) í 1-3 klukkutíma eftir aðgerð. Eftir það má búast við eymslum og verkjum á aðgerðarsvæðinu. Mild verkjalyf virka vel eftir venjulegan tannúrdrátt. Fullorðinn einstaklingur má taka 1 töflu af 400-600mg Ibufen samhlíða 500-1000mg af Paratabs allt að 4 sinnum á dag. Verkjaupplífun fer eftir umfang aðgerðar og er mjög einstaklingsbundin. Sumir finna lítið sem ekkert til, aðrir þurfa að taka verkjalyf í 7-10 daga eftir aðgerðina.

 

Blæðing

 

Eiga má von á smávægilegri blæðingu fyrstu nokkra daga. Umfangsmeiri blæðingu má stoppa með því að leggja hreina grisju yfir sárið og bíta fast á hana í hálftíma.

Það getur tekið 1-3 vikur fyrir sárið að lokast. Á þessum tíma er sárið viðkvæmt og það má alls ekki trufla græðslu. Það má ekki fara með tannbursta ofan í sárið eða að reyna að sjúga blóð upp úr sárinu. Einnig má ekki drekka með rör fyrstu viku. Eftir 3 vikur hættir sárið að vera viðkvæmt og þá má byrja að bursta sárið og tennurnar í kringum eðlilega.

Þú mátt eiga von á bólgu eftir aðgerð. Bólgan er oft mest fyrstu dagana og minnkar svo. Þú getur fengið sýnilegt mar á andliti eftir flóknari aðgerðir.

 

Munnskol

 

Munnskolið sem þú fékkst hjá okkur hefur bakteríudrepandi áhrif. Byrjaðu að skola munninn daginn eftir aðgerðina. Skolaðu með 10-15mL af munnskoli í sirka mínutu, skolaðu 2-3 sinnum á dag, í viku. Sjaldnast þarf að skrifa upp á sýklalyf eftir úrdrátt tannar.

Einstökum sinnum kemur upp taugabólga í úrdráttarsári (Dry socket á ensku). Hún kemur oftast 4-5 dögum eftir aðgerðina. Henni fylgja miklir verkir en það er tiltögulega einfalt að meðhandla hana. Hafðu samband við okkur í síma 5460440 eða á Facebook

 

Fæða

 

Mikilvægt er að fá góða næringu fyrstu daga eftir aðgerð. Þú mátt eiga von á því að það verður erfitt að tyggja mat fyrstu nokkra daga eftir aðgerðina. Við mælum með fljótandi fæði fyrstu 2 daga (skyr, jógúrt, súpu) og mjúku fæði dagana 3 og 4 (fisk og stöppuðum kartöflum). Þú skalt forðast fæðu með grófum litlum kornum, t.d. fræ eða músli fyrstu vikuna.

Gott er að fá sér kalda drykki og fæðu fyrsta daginn. Við mælum ekki með heitum drykkjum og það má alls ekki drekka með röri fyrstu dagana.

Það má alls ekki drekka áfengi fyrstu 4-5 daga eftir aðgerð. Reykingar á þessum tíma auka líkur á sýkingum,verkjum og dry socket.

 

Æfingar og vinna

 

Við mælum með því að þú slakar á fyrstu 1-2 daga. Þú gætir þurft að taka þér frí í vinnu eða skóla, sérstaklega ef það reynir á líkamann í vinnunni. Þú skalt ekki æfa íþróttir og líkamsrækt fyrstu dagana.